Svalir.is

Um Okkur

Við sjáum um ferlið fyrir ykkur.

Svalir sjá um að hanna svalir fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki. Við útvegum allar teikningar sem þarf til byggingarsamþykktar, meðal annars skráningartöflu og eignaskiptasamning.

Benedikt Sveinsson byggingameistari er stjórnandi fyrirtækisins, menntaður húsasmiður og stálsmiður sem hefur komið að smíði og stjórnun á byggingum undanfarna áratugi.

Benedikt er með byggingastjóraréttindi og við útvegum byggingastjóratryggingar þar sem það á við.

Hvort sem verkefnið sé stórt eða lítið, húsasmíði, svalir, stigar eða handrið er markmiðið okkar að skila af okkur óaðfinnanlegri vinnu og gæðum.

Benedikt Sveinsson hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi byggingastjóra skv. um mannvirki nr. 160/2010 þar sem gerð er krafa um að iðnmeistarar og byggingastjórar skuli innleiða slíkt gæðakerfi fyrir 1. janúar 2015 og gerir Mannvirkjastofnun úttekt á kerfinu með virkniskoðun.

Innleiðing gæðakerfis viðeigandi iðnmeistara er m.a. skilyrði þess að byggingaleyfi vegna framkvæmda fáist útgefið. Mannvirkjastofnun hefur á gundvelli virkniskoðunar lokið skráningu gæðastjórnunarkerfis Benedikts í gagnasafn stofnunarinnar á grundvelli laganna.

Upplýsingar um skráða aðila gæðastjórnunarkerfisins er að finna á heimasíðu Mannvirkjastofnunar á listum yfir löggilta hönnuði, löggilta iðnmeistara og aðila með starfsleyfi byggingarstjóra.